Stofnun hlutafélags um Norðurorku

Föstudaginn 13. desember 2002, kl. 15:25:11 (2795)

2002-12-13 15:25:11# 128. lþ. 59.2 fundur 457. mál: #A stofnun hlutafélags um Norðurorku# frv. 159/2002, KLM
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur, 128. lþ.

[15:25]

Kristján L. Möller:

Herra forseti. Ég skil ekki þessa viðkvæmni hjá hv. þingmönnum Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs þótt ég komi hér í ræðustól, við ræðum þetta þegar verið er að tala um að breyta Norðurorku í hlutafélag, og spyrji hv. þm. Steingrím J. Sigfússon, formann Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs einfaldra spurninga. Hvað hefur breyst frá því að hann var í ríkisstjórn 1991 til dagsins í dag þar sem hamast er svo gegn því að virða sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga til þess að selja eigur sínar, sama hvort það eru orkufyrirtæki eða hvað, eða breyta þeim í hlutafélag? Hvað hefur breyst í því?