Stofnun hlutafélags um Norðurorku

Föstudaginn 13. desember 2002, kl. 15:28:43 (2798)

2002-12-13 15:28:43# 128. lþ. 59.2 fundur 457. mál: #A stofnun hlutafélags um Norðurorku# frv. 159/2002, Frsm. minni hluta ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur, 128. lþ.

[15:28]

Frsm. minni hluta iðnn. (Árni Steinar Jóhannsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég var að útskýra það fyrir hv. þm. Kristjáni L. Möller að það hefur orðið gjörbreyting á viðhorfum til þessara mála á þessum 10 árum. Núna, eins og þjóðin veit, er hlutafélagavæðing notuð sem undanfari einkavæðingar. Það var ekki uppi á þessum tíma.

Að síðustu, virðulegi forseti, vona ég svo sannarlega að sá kratismi sem flæðir inn yfir Eyjafjarðarsvæðið og Norðausturkjördæmi að norðan nái ekki mikilli rótfestu vegna þess að það verður ekki svæðinu til framdráttar. Og að spyrja mig af hverju ég haldi að þingmaðurinn sé að leggja formann minn í einelti, það er náttúrlega svo augljóst samanber Hríseyjarfundinn. Við viljum ekki umræðu og samskipti á svona lágkúrulegu plani. Það verður ekki liðið. Og það verður flett ofan af mönnum sem fara með fleipur út um héraðið. Það eru vitni, allir þingmenn kjördæmisins, að fundinum í Hrísey og þetta verður slegið niður með oddi og egg.

Og svo þetta með að vera á móti framfaramálum. Nú ráðlegg ég hv. þingmanninum að fara yfir atkvæðagreiðslur og sjá hverjir taka ekki afstöðu og hverjir hafa greitt atkvæði með málum í þinginu undanfarið.