Stofnun hlutafélags um Norðurorku

Föstudaginn 13. desember 2002, kl. 15:36:19 (2800)

2002-12-13 15:36:19# 128. lþ. 59.2 fundur 457. mál: #A stofnun hlutafélags um Norðurorku# frv. 159/2002, ÁSJ (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur, 128. lþ.

[15:36]

Árni Steinar Jóhannsson (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Vegna frv. til laga um stofnun hlutafélags um Norðurorku mun Vinstri hreyfingin -- grænt framboð greiða atkvæði á móti 1. gr. frv. en sitja hjá við aðrar greinar og síðan greiða atkvæði á móti frv. í heild sinni. Minni hlutinn leggst eindregið gegn samþykkt frv. Hann telur í grundvallaratriðum vera ranga stefnu að hlutafélagavæða velferðarþjónustu og stoðkerfi samfélagsins á borð við orkuveitur. Reynslan kennir að slíkt kemur notendum í koll þegar til lengri tíma er litið auk þess sem skorið er á lýðræðisleg yfirráð yfir grunnþjónustu í samfélaginu með því að breyta þjónustustofnunum í hlutafélög. Frumvarpið er auk þess mjög seint fram komið og hefði þurft miklu nánari skoðunar við áður en þingið staðfestir það sem lög. Enn er á það að líta að áður en ráðist er í breytingar af þessu tagi hefði þurft að liggja fyrir mótuð heildstæð framtíðarsýn í orkumálum landsmanna.