Stofnun hlutafélags um Norðurorku

Föstudaginn 13. desember 2002, kl. 15:39:12 (2803)

2002-12-13 15:39:12# 128. lþ. 59.2 fundur 457. mál: #A stofnun hlutafélags um Norðurorku# frv. 159/2002, ÖJ (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur, 128. lþ.

[15:39]

Ögmundur Jónasson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta lagafrv. er unnið á handarbakinu eins og margt annað sem komið hefur frá ríkisstjórninni núna síðustu daga með kröfum og orðsendingum um að afgreiða málin hrá og með hraði. Þetta lagafrv. snertir allt íslenska samfélagið. Með því er verið að opna fyrir einkavæðingu á orkubúskapnum á Norðausturlandi og því miður er þetta óheillaspor en alls staðar þar sem þessi leið hefur verið farin hefur það komið notendum þjónustunnar í koll og samfélaginu öllu.

Ég legg áherslu á að réttindi og kjör starfsmanna verði í engu skert og vísa þar sérstaklega í nál. og yfirlýsingar hv. formanns iðnn. um það efni.