Fundargerð 128. þingi, 60. fundi, boðaður 2002-12-13 23:59, stóð 15:44:12 til 15:54:03 gert 16 9:19
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

60. FUNDUR

föstudaginn 13. des.,

að loknum 59. fundi.

Dagskrá:


Afbrigði um dagskrármál.

[15:45]


Kosning eins manns í fjölskylduráð, í stað Daggar Pálsdóttur, skv. ályktun Alþingis frá 13. maí 1997 um mótun opinberrar fjölskyldustefnu og aðgerðir til að styrkja stöðu fjölskyldunnar.

Fram kom ein tilnefning og þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa skyldi lýsti forseti yfir að kosin væri án atkvæðagreiðslu:

Soffía Gísladóttir félagsmálastjóri, Húsavík.


Kosning eins aðalmanns í útvarpsréttarnefnd, í stað Magnúsar Bjarnfreðssonar, til 31. desember 2005, skv. 2. mgr. 6. gr. útvarpslaga, nr. 53/2000.

Fram kom ein tilnefning og þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa skyldi lýsti forseti yfir að kosinn væri án atkvæðagreiðslu:

Björn Ingi Hrafnsson skrifstofustjóri.


Frestun á fundum Alþingis, ein umr.

Stjtill., 483. mál. --- Þskj. 788.

[15:46]

[15:47]

Till. afgr. sem ályktun Alþingis (þskj. 799).


Skipulag ferðamála, 3. umr.

Stjfrv., 447. mál (afnám Ferðamálasjóðs). --- Þskj. 796.

Enginn tók til máls.

[15:47]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 800).


Stofnun hlutafélags um Norðurorku, 3. umr.

Stjfrv., 457. mál. --- Þskj. 795.

Enginn tók til máls.

[15:48]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 801).

[15:48]

Útbýting þingskjals:


Jólakveðjur.

[15:49]

Forseti óskaði þingmönnum og starfsliði Alþingis gleðilegra jóla og þakkaði fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Ögmundur Jónasson, 13. þm. Reykv., þakkaði fyrir hönd þingmanna og óskaði forseta gleðilegs árs.


Þingfrestun.

[15:51]

Forsætisráðherra Davíð Oddsson las forsetabréf um að þingi væri frestað til 21. janúar 2003.

Fundi slitið kl. 15:54.

---------------