Fundargerð 128. þingi, 104. fundi, boðaður 2003-03-15 23:59, stóð 02:57:55 til 03:17:50 gert 17 11:56
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

104. FUNDUR

laugardaginn 15. mars,

að loknum 103. fundi.

Dagskrá:


Afbrigði um dagskrármál.

[03:06]


Kosning aðalmanns í landskjörstjórn í stað Atla Gíslasonar til fyrsta þings eftir næstu almennar alþingiskosningar, skv. 12. gr. laga nr. 24 16. maí 2000, um kosningar til Alþingis.

Fram kom ein tilnefning og þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa skyldi lýsti forseti yfir að kosinn væri án atkvæðagreiðslu:

Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður.


Kosning varamanns í yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis í stað Jóhönnu Gísladóttur, til fyrsta þings eftir næstu almennar alþingiskosningar, skv. 13. gr. laga nr. 24 16. maí 2000, um kosningar til Alþingis.

Fram kom ein tilnefning og þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa skyldi lýsti forseti yfir að kosinn væri án atkvæðagreiðslu:

Ásmundur Þórarinsson bóndi.


Lax- og silungsveiði, 3. umr.

Frv. landbn., 716. mál (yfirstjórn fisksjúkdómamála). --- Þskj. 1384.

Enginn tók til máls.

[03:08]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 1447).


Tollalög, 3. umr.

Frv. meiri hluta landbn., 715. mál (landbúnaðarhráefni). --- Þskj. 1377.

Enginn tók til máls.

[03:09]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 1448).


Þingfrestun.

[03:09]

Forseti flutti yfirlit yfir störf þingsins og þakkaði alþingismönnum fyrir samstarf vetrarins og kvaddi sérstaklega þá þingmenn sem hverfa nú af þingi.

Guðjón A. Kristjánsson, 4. þm. Vestf., færði forseta þakkir þingmanna fyrir forsetastörf.

Forsætisráðherra Davíð Oddsson las forsetabréf um frestun á fundum Alþingis.

Fundi slitið kl. 03:17.

---------------