Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 84. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 84  —  84. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um þátttöku ríkissjóðs í kostnaði við undirbúning álvers í Reyðarfirði.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hver er heildarkostnaður ríkissjóðs við undirbúning álvers í Reyðarfirði, sundurliðað eftir árum, og af hvaða fjárlagaliðum hafa þeir fjármunir komið?
     2.      Hver hefur þátttaka Norsk Hydro/Hydro Aluminium verið í þessum kostnaði?
     3.      Hvert hefur verið hlutverk STAR, samstarfsnefndar um staðarvalsathuganir iðnaðarsvæða á Reyðarfirði, í þessum undirbúningi og hverjar voru árlegar heildargreiðslur til nefndarinnar á tímabilinu 1997–2002?
     4.      Hvaða hlutverki hefur eignarhaldsfélagið Hraun ehf. gegnt við undirbúning álvers í Reyðarfirði og er það enn starfandi? Hvaða greiðslur hafa runnið til félagsins úr ríkissjóði vegna undirbúnings álvers í Reyðarfirði, sundurliðað eftir árum?


Skriflegt svar óskast.