Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 102. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 102  —  102. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um nýtingu afla af fullvinnsluskipum og öðrum skipum sem vinna afla um borð.

Frá Kristjáni Pálssyni.


     1.      Hve mikill var afli þeirra skipa fiskveiðiárið 2001–2002 sem teljast svonefnd fullvinnsluskip samkvæmt sérstökum leyfum?
     2.      Hve mikill var afli annarra skipa sem vinna afla sinn um borð án sérstakra leyfa?
     3.      Hve miklum afurðum landa þessi skip og hver er nýtingin á afla þeirra, sundurliðað eftir tegundum?
     4.      Hve mörg tonn af afla þessara skipa nýtast ekki til vinnslu um borð í skipunum og er hent fyrir borð, sundurliðað eftir tegundum?


Skriflegt svar óskast.