Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 263. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 279  —  263. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um breytingar á skattbyrði árin 1995–2000.

Frá Rannveigu Guðmundsdóttur.



     1.      Hver var heildarskattbyrði af sköttum til ríkisins á hverju áranna 1995–2000? Með skattbyrði er hér átt við skatttekjur hins opinbera sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Óskað er eftir að notaðar verði sömu skilgreiningar og OECD notar í skýrslum sínum (Revenue Statistics).
     2.      Hver var heildarskattbyrði að meðaltali í ríkjum OECD á sömu árum?
     3.      Hver var skattbyrði af tekjusköttum einstaklinga (almennum tekjuskatti, útsvari, sérstökum tekjuskatti og fjármagnstekjuskatti) á sömu árum, þ.e. tekjur ríkis og sveitarfélaga af tekjusköttum á einstaklinga sem hlutfall af vergri landsframleiðslu?
     4.      Hver var skattbyrði af tekjusköttum lögaðila á sömu árum, þ.e. tekjur ríkisins af tekjusköttum lögaðila sem hlutfall af vergri landsframleiðslu?
     5.      Hver var skattbyrði af tekjusköttum einstaklinga annars vegar og lögaðila hins vegar að meðaltali í ríkjum OECD á sömu árum?


Skriflegt svar óskast.