Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 285. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 303  —  285. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um fjölgun, vistun og flutning opinberra starfa og stofnana.

Frá Örlygi Hnefli Jónssyni.



     1.      Hver var fjölgun starfa á vegum ráðuneytisins árin 1991–2000 og hvernig skiptust störfin milli höfuðborgar og landsbyggðar?
     2.      Hvaða nýju stofnanir voru vistaðar á vegum ráðuneytisins á landsbyggðinni árin 1991– 2000 og hvar?
     3.      Hvað hafa fylgt þessum stofnunum mörg ný störf, hvar eru þau vistuð og hvernig skiptast þau milli einstakra kaupstaða og sýslna?
     4.      Hvaða stofnanir voru fluttar á vegum ráðuneytisins frá höfuðborginni til landsbyggðar árin 1991–2000 og hvert?
     5.      Hvað hafa fylgt þessum stofnunum mörg störf, hvar eru þau vistuð og hvernig skiptast þau milli einstakra kaupstaða og sýslna?
    

Skriflegt svar óskast.