Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 305. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 329  —  305. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um samgöngur til og frá Vestmannaeyjum.

Frá Kjartani Ólafssyni.



     1.      Hvað hefur verið gert í samgöngumálum Vestmannaeyinga árin 2000–2002 af samgönguráðuneytinu og stofnunum þess?
     2.      Hversu margir farþegar fóru til og frá Vestmannaeyjum árin 1990–2001
                  a.      með flugi um Reykjavíkurflugvöll,
                  b.      með flugi um Bakkaflugvöll,
                  c.      með Herjólfi,
             sundurliðað eftir árum?
     3.      Hvert var sætaframboðið í þessum ferðum, sundurliðað á sama hátt?
     4.      Hver var kostnaður farþega við þá ferðamöguleika sem nefndir voru í 2. lið?
     5.      Hver var þróun fraktflutninga og bílaflutninga með Herjólfi árin 1990–2001?
     6.      Hefur verið kannaður möguleiki á rekstri tvíbytnu og loftpúðaskips til og frá Vestmannaeyjum?
     7.      Hvenær mun nefnd sem ráðherra skipaði árið 2001 um samgöngumál Vestmannaeyinga skila endanlegri skýrslu?


Skriflegt svar óskast.