Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 163. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 370  —  163. mál.




Svar



heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur og Svanfríðar Jónasdóttur um kostnað við sængurlegu.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver er kostnaður við hvern dag sængurlegu við fæðingu á fæðingardeildum sjúkrahúsa annars vegar og fæðingu í heimahúsi hins vegar?

    Almennt liggur ekki fyrir kostnaðargreining vegna fæðinga á fæðingardeildum sjúkrahúsa, að Landspítala – háskólasjúkrahúsi undanskildu.
    Á Landspítala – háskólasjúkrahúsi er heildarkostnaður við fæðingu án fylgikvilla 145.901 kr. og er meðallegutími vegna fæðingar 3,1 dagur.
    Samkvæmt gjaldskrá Tryggingastofnunar ríkisins er gjaldskrá fyrir heimafæðingar eftirfarandi:
    Greiðsla fyrir vitjun fyrir fæðingu          3.881 kr.
    Greiðsla fyrir aðstoð við fæðingu          49.544 kr.
    Greiðsla fyrir vitjun eftir fæðingu          3.881 kr.
    Þegar um heimafæðingu er að ræða er auk aðstoðar við fæðingu greitt fyrir allt að þremur vitjunum fyrir fæðingu og 11 vitjunum eftir fæðingu. Ekki er algilt að farið sé í þrjár vitjanir fyrir fæðingu og 11 vitjanir eftir fæðingu en það er þó gert í yfirgnæfandi fjölda tilvika. Heildarkostnaður við fæðingu í heimahúsi er því eftirfarandi:
    Þrjár vitjanir fyrir fæðingu          11.643 kr.
    Aðstoð við fæðingu          49.544 kr.
    Átta vitjanir eftir fæðingu          42.691 kr.
    Samtals kostnaður við heimafæðingu          103.878 kr.