Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 162. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 397  —  162. mál.




Svar



heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Svanfríðar Jónasdóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur um fjölda keisaraskurða.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvert var árlegt hlutfall keisaraskurða við fæðingar á árunum 1970–2002?

    Niðurstöður þessar eru fengnar úr upplýsingum frá Hagstofu Íslands um fæðingar og úr fæðingaskrá sem út kemur árlega í umsjá kvennadeildar Landspítala – háskólasjúkrahúss. Í nýjustu skýrslu fæðingaskrárinnar frá 2001 segir á bls. 8: „Tíðni keisaraskurða hefur farið hægt vaxandi á Íslandi á undanförnum árum, eins og víðast hvar annars staðar á Vesturlöndum. Nú varð þó í fyrsta skipti lækkun á heildartíðninni frá árunum á undan … Víða á Vesturlöndum er tíðnin nú á bilinu 20–25%.“
    Hlutfall keisaraskurða af heildarfjölda fæðinga má sjá í meðfylgjandi töflu.

Hlutfall keisaraskurða við fæðingar á Íslandi 1960–2001.



Ár
Fæðingar alls
skv. tölum frá Hagstofu
Keisaraskurðir alls
skv. fæðingaskrá LSH

Hlutfall keisara af fæðingum

1970 4.032 127 3,2
1971 4.275 149 3,5
1972 4.689 158 3,4
1973 4.595 127 2,8
1974 4.275 194 4,5
1975 4.369 209 4,8
1976 4.293 233 5,4
1977 3.982 270 6,8
1978 4.147 286 6,9
1979 4.454 343 7,7
1980 4.510 335 7,4
1981 4.323 445 10,3
1982 4.311 437 10,1
1983 4.347 495 11,4
1984 4.083 454 11,1
1985 3.812 433 11,4
1986 3.864 459 11,9
1987 4.177 545 13,0
1988 4.646 559 12,0
1989 4.523 523 11,6
1990 4.731 563 11,9
1991 4.479 518 11,6
1992 4.546 619 13,6
1993 4.562 600 13,2
1994 4.366 611 14,0
1995 4.202 604 14,4
1996 4.278 656 15,3
1997 4.073 675 16,6
1998 4.104 665 16,2
1999 4.030 710 17,6
2000 4.253 763 17,9
2001 4.043 686 17,0
Heimildir:
Fæðingaskrá, kvennadeild LSH.
Hagstofa Íslands, Landshagir.