Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 268. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 410  —  268. mál.




Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Drífu Hjartardóttur um fjarkennslu.

     1.      Hversu margir stunda nú nám með fjarkennslusniði
                  a.      á háskólastigi,
                  b.      á framhaldsskólastigi?
    Alls eru skráðir 2.068 nemendur í nám með fjarkennslusniði á háskólastigi en á framhaldsskólastigi er 2.001 nemandi skráður í fjarkennslu.

     2.      Hver hefur þróun fjarkennslu verið frá árinu 1999?
    Á háskólastigi hefur þróunin verið eins og fram kemur í töflunni. Miðað er við haustmissiri hvers árs.

Nemendur í fjarnámi á háskólastigi.


2002 2001 2000 1999
Háskóli Íslands 62 90 40 64
Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands 15 15 15
Háskólinn í Reykjavík 76 143 68 50
Háskólinn á Akureyri 340 252 133 30
Kennaraháskóli Íslands 1.459 931 721 320
Viðskiptaskólinn á Bifröst 67 50 46 17
Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri 29 22 25 15
Hólaskóli 20 15 8
Samtals 2.068 1.518 1.056 496

    Á tímabilinu 1999–2002 hefur fjölgað um 500 nemendur á ári á háskólastigi og teljast þeir nú, haustið 2002, vera 2.068 samkvæmt upplýsingum frá fyrrgreindum skólum.
    Nemendum í fjarnámi í framhaldsskólum hefur fjölgað stöðugt frá árinu 1999. Árið 1999 stunduðu 337 einstaklingar fjarnám samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands en nú, haustið 2002, eru nemendurnir 2.001, sem samsvarar um 500% aukningu frá árinu 1999, sbr. eftirfarandi töflu.

Nemendur í fjarnámi á framhaldsskólastigi.


2002 2001 2000 1999
Fjöldi nemenda í fjarnámi 2.001 810 515 337

     3.      Hvaða skólar á framhalds- og háskólastigi bjóða upp á fjarkennslu og hvaða námsgreinar eru í boði?

    Skólar á framhaldsskólastigi sem bjóða upp á fjarkennslu haustið 2002 eru Menntaskólinn á Egilsstöðum, Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Verkmenntaskóli Austurlands, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu og Iðnskólinn í Reykjavík.
    Skólar á háskólastigi sem bjóða fjarkennslu eru Háskóli Íslands, Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Akureyri, Kennaraháskóli Íslands, Viðskiptaháskólinn á Bifröst, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Hólaskóli. Samtals er hægt að stunda fjarnám á 33 brautum við þessar átta stofnanir. Framboð á námsbrautum hefur aukist frá árinu 1999 auk þess sem námsgreinum sem eru í boði í fjarnámi fer fjölgandi.

Námsbrautir í fjarkennslu.

Námsbraut Skóli
1. Íslenska Háskóli Íslands
2. Kennsluréttindi Háskóli Íslands
3. Náms- og starfsráðgjöf Háskóli Íslands
4. Ljósmóðurfræði Háskóli Íslands
5. Stjórnun og rekstur í heilbrigðisþjónustu Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands
6. Rekstrar- og viðskiptafræði Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands
7. Tölvunarfræðideild Háskólinn í Reykjavík
8. Auðlindabraut Háskólinn á Akureyri
9. Líftæknibraut Háskólinn á Akureyri
10. Sjávarútvegsbraut Háskólinn á Akureyri
11. Umhverfisbraut Háskólinn á Akureyri
12. Hjúkrunarfræði Háskólinn á Akureyri
13. Leikskólabraut Háskólinn á Akureyri
14. Nútímafræði Háskólinn á Akureyri
15. Fjármálabraut Háskólinn á Akureyri
16. Rekstrarbraut – ferðaþjónustusvið Háskólinn á Akureyri
17. Rekstrarbraut – markaðssvið Háskólinn á Akureyri
18. Rekstrarbraut – stjórnunarsvið Háskólinn á Akureyri
19. Rekstrarbraut – rekstrarsvið Háskólinn á Akureyri
20 Upplýsingabraut Háskólinn á Akureyri
21. Grunnskólakennarafræði til B.Ed.-prófs Kennaraháskóli Íslands
22. Erlendir skiptinemar Kennaraháskóli Íslands
23. Íþróttabraut Kennaraháskóli Íslands
24. Kennsluréttindabraut Kennaraháskóli Íslands
25. Leikskólakennarabraut Kennaraháskóli Íslands
26. Tómstundabraut Kennaraháskóli Íslands
27. Þroskaþjálfabraut Kennaraháskóli Íslands
28. Meistaranám (60 ein.) Kennaraháskóli Íslands
29. Doktorsnám (90 ein.) Kennaraháskóli Íslands
30. Dipl.Ed.-nám Kennaraháskóli Íslands
31. BS-próf í viðskiptafræði Bifröst
32. Búfræðipróf Hvanneyri
33. Ferðamáladeild Hólaskóli