Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 288. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 424  —  288. mál.




Svar



forsætisráðherra við fyrirspurn Gísla S. Einarssonar um þjóðlendumál.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver er heildarkostnaður ríkisins af þjóðlendumálum?
     2.      Hver er heildarkostnaður sveitarfélaga?
     3.      Hver er kostnaður hvers einstaks sveitarfélags sem í hlut á?


    1. Heildarkostnaðurinn sem bókfærður er hjá forsætisráðuneyti og fjármálaráðuneyti vegna þjóðlendumála frá árinu 1998 og til nóvember 2002 nemur 151.868.210 kr. og skiptist með eftirfarandi hætti milli ára:

Ár Fjárhæð í kr.
1998 3.440.872
1999 19.868.624
2000 33.167.604
2001 44.302.803
2002 (til nóv.) 51.088.307
Samtals 151.868.210


    2. Ekki liggja fyrir hjá forsætisráðuneytinu nein gögn um heildarkostnað sveitarfélaga á landinu af þjóðlendumálum. Samkvæmt upplýsingum frá óbyggðanefnd hafa ekki borist kröfur vegna kostnaðar annarra sveitarfélaga en þeirra sem getið er í svari við 3. lið fyrirspurnarinnar (uppsveitir Árnessýslu). Hins vegar hefur óbyggðanefnd þegar tekið til meðferðar tvö önnur svæði og greitt beint nokkurn kostnað vegna þeirra. Það er annars vegar Austur-Skaftafellssýsla og hins vegar Vestur-Skaftafellssýsla og Rangárvallasýsla.

    3. Í lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998, er í 17. gr. gert ráð fyrir að aðrir en ríkið fái greiddan nauðsynlegan málskostnað vegna mála sem rekin eru fyrir óbyggðanefnd, þ.m.t. sanngjarnt og eðlilegt endurgjald fyrir hagsmunagæslu. Í samræmi við það hefur óbyggðanefnd úrskurðað sveitarfélögum og afréttarmálafélagi sem aðild áttu að málum á svæði I, í uppsveitum Árnessýslu, málskostnað (þ.e. þóknun lögmanns og útlagðan kostnað), sem hér segir:




Þóknun lögmanns


Útlagður kostnaður
Samtals úrskurðaður málskostnaður (án vsk.)
Mál nr. 1/2000, Þingvallahreppur 350.000 88.535 438.535
Mál nr. 2/2000, Grímsnes- og Grafningshreppur 800.000 198.892 998.892
Mál nr. 3/2000, Laugardalshreppur 800.000 180.095 980.095
Mál nr. 4/2000, Biskupstungnahreppur 1.500.000 336.036 1.836.036
Mál nr. 5/2000, Hrunamannahreppur 1.500.000 328.095 1.828.095
Mál nr. 6/2000, Flóa- og Skeiðamannaafréttur 600.000 66.355 666.355
Mál nr. 7/2000, Gnúpverjahreppur 1.500.000 353.037+28.0001 1.881.037
Samtals kr. 7.050.000 1.579.045 8.629.045
1 Endurgreitt eftir uppkvaðningu úrskurðar .

    Samkvæmt upplýsingum ríkislögmanns hafa nokkur önnur sveitarfélög höfðað mál á hendur forsætisráðherra og fjármálaráðherra og krafist greiðslu vegna þjóðlendumála, umfram það sem óbyggðanefnd hefur í úrskurðum sínum talið nauðsynlegan kostnað, þar á meðal sanngjarnt og eðlilegt endurgjald fyrir hagsmunagæslu í viðkomandi málum. Kröfurnar eru sem hér segir:


Þóknun lögmanns


Útlagður kostnaður
Samtals krafist greiðslu á
(án vsk.)
Bláskógabyggð v/Þingvallahrepps 126.000 0 126.000
Bláskógabyggð v/Laugardalshrepps 845.000 0 845.000
Bláskógabyggð v/Biskupstungnahrepps 2.343.000 110.857 2.453.857
Grímsnes- og Grafningshreppur 499.999 48.681 548.680
Hrunamannahreppur 2.119.000 21.103 2.140.103
Afréttarmálafélag Flóa- og Skeiðamanna 2.039.500 0 2.039.500
Gnúpverjahreppur 2.469.634 141.715–28.000 (greitt ) 2.583.349
Samtals kr. 10.442.133 294.356 10.736.489

    Dómstólar hafa ekki tekið afstöðu til réttmætis þessara viðbótarkrafna.
    Ekki er vitað um kostnað einstakra sveitarfélaga umfram það sem að framan greinir, sbr. svar við 2. lið fyrirspurnarinnar.