Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 402. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 508  —  402. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Maríönnu Jónasdóttur frá fjármálaráðuneyti, Hallgrím Snorrason og Rósmund Guðnason frá Hagstofu Íslands, Má Guðmundsson frá Seðlabanka Íslands, Halldór Grönvold og Ingunni S. Þorsteinsdóttur frá Alþýðusambandi Íslands og Höskuld Jónsson frá ÁTVR.
    Með frumvarpinu er lagt til að áfengisgjald af sterku víni verði hækkað um 15% og gjald af tóbaki um 27,7% en á móti lækkar álagning ÁTVR úr 17% í liðlega 11%. Reiknað er með að verðbreytingarnar hafi í för með sér um 0,3% hækkun á vísitölu neysluverðs en útsöluverð sterkra vína hækkar um rúmlega 10% og útsöluverð tóbaks um 12% að jafnaði.
    Álögur á áfengi og tóbak hafa að mestu leyti staðið óbreyttar um langt skeið og hefur það þýtt lækkun á raungildi. Þá er frumvarpinu ætlað m.a. að vega á móti auknum útgjöldum ríkissjóðs til málefna aldraðra og leggur nefndin til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 28. nóv. 2002.Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Árni R. Árnason.


Gunnar Birgisson.Einar K. Guðfinnsson.


Magnús Stefánsson.


Jónína Bjartmarz.