Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 158. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 570  —  158. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um skipamælingar.

Frá samgöngunefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ragnhildi Hjaltadóttur og Unni Sverrisdóttur frá samgönguráðuneytinu, Hermann Guðjónsson og Helga Jóhannsson frá Siglingastofnun, Friðrik Arngrímsson og Guðfinn G. Johnsen frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna og Örn Pálsson frá Landssambandi smábátaeiganda.
    Þá bárust nefndinni umsagnir um málið frá Siglingastofnun Íslands, Samtökum iðnaðarins, Bátasmiðju Guðmundar ehf., Stýrimannaskólanum í Reykjavík, Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Vélskóla Íslands, Sambandi íslenskra kaupskipaútgerða, Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Landssambandi smábátaeigenda, Vélstjórafélagi Íslands og Sjómannasambandi Íslands.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 3. des. 2002.Guðmundur Hallvarðsson,


form., frsm.


Hjálmar Árnason.


Arnbjörg Sveinsdóttir.Magnús Stefánsson.


Sigríður Ingvarsdóttir.


Þorgerður K. Gunnarsdóttir.Lúðvík Bergvinsson.


Jón Bjarnason.


Kristján L. Möller.