Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 527. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 871  —  527. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um framkvæmdaleyfi og samráð vegna Kárahnjúkavirkjunar.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hvaða leyfi hafa verið gefin út til undirbúningsframkvæmda sem nú standa yfir við Kárahnjúkavirkjun og hvernig hefur Náttúruvernd ríkisins (nú Umhverfisstofnun) komið að þeim leyfisveitingum?
     2.      Hvernig hefur Landsvirkjun brugðist við skilyrðum í úrskurði umhverfisráðherra um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar? Óskað er upplýsinga m.a. um breytta hönnun í samræmi við sett skilyrði svo og útfærslu á mótvægisaðgerðum.
     3.      Hvaða áhrif hafa skilyrði umhverfisráðherra í fyrrnefndum úrskurði haft á áður áætlaðan stofnkostnað virkjunarinnar:
                  a.      heildarkostnað,
                  b.      kostnað á orkueiningu?
     4.      Hvernig er háttað samráði við Náttúruvernd ríkisins, Náttúrufræðistofnun Íslands, Landgræðsluna og eftir atvikum aðra aðila um uppfyllingu nefndra skilyrða og eftirlit með framkvæmdum?


Skriflegt svar óskast.