Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 537. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 881  —  537. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um mannshvörf.

Frá Björgvini G. Sigurðssyni.



     1.      Hvert er hlutfall óupplýstra mannshvarfa á Íslandi frá 1945, fyrir utan þá sem farist hafa við störf á sjó, samanborið við óupplýst mannshvörf annars staðar á Norðurlöndunum á sama tímabili, sbr. svar ráðherra við fyrirspurn um mannshvörf á 125. löggjafarþingi (þskj. 286, 142. mál) þar sem fram kemur að samkvæmt bráðabirgðasamantekt séu 42 mannshvörf frá árunum 1945–99 óupplýst?
     2.      Er ráðgert að skipa sérstaka rannsóknarnefnd sem vinni að því að upplýsa mannshvörf?


Skriflegt svar óskast.