Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 595. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 952  —  595. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um aðgerðir til að bæta þjónustu við sjúk börn og unglinga.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.



    Hvaða stefnumið ríkisstjórnarinnar í málefnum langveikra barna, sbr. stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá í maí 1999, hafa komið til framkvæmda og hver á eftir að uppfylla á sviði félagsmála,
     a.      innan félagsþjónustu sveitarfélaga;
     b.      hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, þ.e.
    –    að greiða sérstök framlög vegna sérþarfa langveikra barna í grunnskólum;
     c.      á sviði vinnuréttar, þ.e.
    –    að leggja bann við uppsögnum starfsmanns vegna fjölskylduábyrgðar, og
    –    að kveða á um rétt foreldra til foreldraorlofs;
     d.      í málefnum barna, þ.e.
    –    að efla bráðamóttöku á vegum Barnaverndarstofu, og
    –    að stofna samstarfsráð félagsmálaráðuneytis og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis um meðferð vegna vímuefnavanda og hegðunar- og geðraskana barna og unglinga?


Skriflegt svar óskast.