Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 644. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1041  —  644. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um stöðu rafmagnseftirlits og ástand raflagna á sveitabýlum.

Frá Þuríði Backman.



     1.      Hvernig hyggst ráðherra bregðast við upplýsingum sem fram koma í skýrslum Löggildingarstofu – rafmagnsöryggisdeildar, nú síðast í desember 2002, um alvarlegt ástand raflagna á sveitabýlum?
     2.      Hyggst ráðherra endurskoða framkvæmd rafmagnseftirlits í landinu með tilliti til þess hve öryggisþáttum raflagna og rafbúnaði er ábótavant?
     3.      Mun ráðherra beita sér fyrir að rafmagnseftirlitsmenn starfi svæðisbundið eins og gert er ráð fyrir í núgildandi lögum, þ.e. að rafskoðunarstofur séu starfandi úti um land?


Skriflegt svar óskast.