Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 650. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1059  —  650. mál.
Frumvarp til lagaum breytingu á mörkum Suðvesturkjördæmis og Reykjavíkurkjördæmis suður.

(Lagt fyrir Alþingi á 128. löggjafarþingi 2002–2003.)1.      gr.

    Mörk Suðvesturkjördæmis og Reykjavíkurkjördæmis suður í Blesugróf skulu ákvarðast af eftirtöldum hnitum í hnitakerfi Reykjavíkur frá 1951:
Nr. X-hnit Y-hnit
1 17998.943 14005.547
2 17984.4430 14053.7315
3 17972.4296 14106.6154
4 17961.4190 14170.0095
5 17958.6840 14200.3755
6 17955.9717 14231.2488
7 17948.1854 14283.4299
8 17935.5891 14374.6924
9 17931.8499 14411.4676
10 18009.8346 14428.3951
11 18044.1202 14427.0108
12 18065.6808 14454.6513
13 18060.8429 14498.8431
14 18019.8879 14556.7109
15 18043.7634 14598.5325
16 18058.5269 14590.1042
17 18116.7817 14692.1465
18 17979.921 14077.254
19 18111.7770 14426.8750
20 17947.99 14658.30
21 18641.9220 14225.3170 miðja hrings R=676.50, bogi milli 1 og 2
22 18806.8965 14268.3712 miðja hrings R=850.00, bogi milli 2 og 3
23 19592.2772 14420.6120 miðja hrings R=1650.00, bogi milli 3 og 4
24 18202.0941 14206.9923 miðja hrings R=243.50, bogi milli 4 og 5
25 17702.2787 14193.4055 miðja hrings R=256.50, bogi milli 5 og 6
26 22102.1939 14903.2795 miðja hrings R=4200.00, bogi milli 7 og 8
27 18673.1773 14468.2649 miðja hrings R=743.50, bogi milli 8 og 9
28 18500.456 14176.964 miðja hrings R=530.00, bogi milli 1 og 18
29 18420.033 14110.945 miðja hrings R=441.40, bogi milli 18 og 19

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Samkvæmt heimild í 2. mgr. 3. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 45 3. júní 1998, hefur félagsmálaráðuneytið hinn 25. febrúar 2003 breytt mörkum Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar til staðfestingar á samkomulagi milli sveitarfélaganna um breytt mörk.
    Samkvæmt því breytast mörk milli sveitarfélaganna þannig að hluti Blesugrófar, sem er innan marka Kópavogs, verður innan marka Reykjavíkur, svo sem sýnt er á meðfylgjandi hnitsettum uppdrætti, sem er jafnframt fylgiskjal 1 með samkomulaginu.
    Á þessu landsvæði búa um tíu manns, sem nú eiga kosningarrétt í Suðvesturkjördæmi. Eftir breytingar á mörkum sveitarfélaganna munu íbúar svæðisins tilheyra Reykjavíkurkjördæmi suður.
    Í 2. mgr. 6. gr. laga um kosningar til Alþingis, nr. 24 16. maí 2000, segir að verði mörkum sveitarfélaga breytt og varði slík breyting mörk kjördæma skuli þau mörk haldast óbreytt. Skv. 2. mgr. 129. gr. laganna verður ákvæðum um kjördæmamörk ekki breytt nema með samþykki 2/ 3atkvæða á Alþingi, sbr. 6. mgr. 31. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33 17. júní 1944, sbr. 1. gr. laga nr. 77/1999.
    Með frumvarpi þessu er lagt til að Alþingi samþykki breytingar á mörkum Suðvesturkjördæmis og Reykjavíkurkjördæmis suður til samræmis við samkomulag sveitarfélaganna. Breytingarnar öðlast eigi gildi nema Alþingi samþykki þær með 2/ 3atkvæða.Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á mörkum
Suðvesturkjördæmis og Reykjavíkurkjördæmis suður.

    Með frumvarpi þessu er lagt til að Alþingi samþykki breytingar á mörkum Suðvesturkjördæmis og Reykjavíkurkjördæmis suður til samræmis við samkomulag milli Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar. Ekki er gert ráð fyrir að frumvarpið hafi í för með sér kostnaðarauka fyrir ríkissjóð verði það að lögum.