Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 657. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1070  —  657. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um starfslokasamninga hjá Byggðastofnun.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.



     1.      Hvað þýðir það ákvæði sem vitnað er til í svari ráðherra á þskj. 1001 um starfslokasamning sem gerður var við annan forstjóra Byggðastofnunar, þ.e.: „Í starfslokasamningnum eru einnig ákvæði um ákveðna tilfærslu á lífeyrisréttindum. Um var að ræða að 40% af útreiknuðum eftirlaunaréttindum eftir 65 ára aldur færu í viðurkenndan séreignalífeyrissjóð“?
     2.      Hversu háar greiðslur er hér um að ræða?
     3.      Hverjar eru forsendurnar fyrir útreikningi á þessum greiðslum og hver voru verðmæti samningsbundinna eftirlauna forstjórans?
     4.      Voru þær greiddar út í peningum og hvenær eru þær til ráðstöfunar fyrir forstjórann fyrrverandi?
     5.      Í hvaða lífeyrissjóði er viðkomandi?
     6.      Samkvæmt hvaða lögum eru slíkar tilfærslur heimilar?
     7.      Eru fordæmi fyrir slíkum tilfærslum á lífeyrisréttindum og hver eru þau?
     8.      Hver var kostnaður ríkissjóðs við þetta ákvæði í starfslokasamningnum?
     9.      Hver var kostnaður ríkissjóðs af starfslokasamningnum í heild og á hvaða fjárlagalið er gert ráð fyrir þeim kostnaði?
     10.      Hver er heildarkostnaður ríkissjóðs við þá starfslokasamninga sem gerðir hafa verið við forstjóra Byggðastofnunar sem getið er um í svari ráðherra á þskj. 1001?
     11.      Má gera ráð fyrir frekari útgjöldum ríkissjóðs vegna þessara starfslokasamninga?
     12.      Var ákvörðun um þessa starfslokasamninga tekin af stjórn Byggðastofnunar, í samráði við hana eða var hún alfarið á ábyrgð iðnaðar- og viðskiptaráðherra?


Skriflegt svar óskast.