Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 106. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1126  —  106. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um endurskoðun laga um innflutning dýra.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið sem er endurflutt frá síðasta þingi. Umsagnir bárust þá frá Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Æðarræktarfélagi Íslands, Forystufjárræktarfélagi Íslands, Geitfjárræktarfélagi Íslands, yfirdýralækni, Landssamtökum sauðfjárbænda, Litförótta félaginu, dýraverndarráði, Dýralæknafélagi Íslands, Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði, Nautgriparæktarfélagi Íslands og Bændasamtökum Íslands.
    Í tillögunni er gert ráð fyrir að fela landbúnaðarráðherra að hefjast þegar handa um endurskoðun laga um innflutning dýra, og búnaðarlaga, með það að markmiði að vernda íslenska dýra- og búfjárstofna.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt.
    Sigríður Jóhannesdóttir, Guðjón Guðmundsson, Jónína Bjartmarz og Einar Oddur Kristjánsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 8. mars 2003.



Drífa Hjartardóttir,


form., frsm.


Kristinn H. Gunnarsson.


Karl V. Matthíasson.



Þuríður Backman.


Sigríður Ingvarsdóttir.