Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 154. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1131  —  154. mál.
Nefndarálitum till. til þál. um nýtingu innlends trjáviðar.

Frá landbúnaðarnefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið. Umsagnir bárust frá hlunnindaráðunaut Bændasamtaka Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Hagþjónustu landbúnaðarins, Suðurlandsskógum, Skógrækt ríkisins og Norðurlandsskógum.
    Tillagan felur í sér áskorun til landbúnaðarráðherra um að kanna möguleika á að nýta innlendan trjávið, sem fellur til við grisjun, til framleiðslu listmuna, byggingarefnis, límtrés eða eldiviðar, jafnframt að gerð verði fagleg úttekt á því hvernig fullnýta megi þau verðmæti sem til falla í skógum landsins.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:    Í stað orðanna „skora á“ í fyrri málslið tillögugreinarinnar komi: fela.

    Sigríður Jóhannesdóttir, Guðjón Guðmundsson, Jónína Bjartmarz og Einar Oddur Kristjánsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 8. mars 2003.Drífa Hjartardóttir,


form., frsm.


Kristinn H. Gunnarsson.


Karl V. Matthíasson.Þuríður Backman.


Sigríður Ingvarsdóttir.

Prentað upp.