Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 559. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1141  —  559. mál.




Svar



heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur um sérfræðimenntaða lækna.

     1.      Hversu margir sérfræðimenntaðir læknar sem starfa hjá Landspítala – háskólasjúkrahúsi eru jafnframt með sjálfstæðan atvinnurekstur? Svar óskast sundurliðað eftir deildum og sérgreinasviðum.
    Af 416 sérfræðingum við Landspítala – háskólasjúkrahús eru 221 jafnframt með sjálfstæðan atvinnurekstur.

Fjöldi lækna í hlutastarfi eftir sviði og deild.
Barnasvið
Barnalækningar 17
Barnaskurðlækningar 2
Geðsvið
Almennir geðlæknar 27
Barna- og unglingageðdeild 2
Meinafræðingar 8
Kvensjúkdómalæknar 11
Lyflækningasvið 1
Gigtarsjúkdómar 5
Hjartasjúkdómar 14
Húð- og kynsjúkdómar 3
Innkirtlasjúkdómar 3
Lungnasjúkdómar 12
Meltingasjúkdómar 8
Nýrnasjúkdómar 3
Taugasjúkdómar 5
Lyflækningasvið 2
Blóðlækningar 5
Lækningar krabbameina 7
Rannsóknarstofnun 10
Skurðlækningasvið
Almennir skurðlæknar 8
Augnlæknar 10
Bæklunarskurðlæknar 9
Háls-, nef- og eyrnalæknar 12
Heila- og taugaskurðlæknar 4
Lýtalæknar 5
Þvagfæraskurðlæknar 7
Æðaskurðlæknar 3
Slysa- og bráðalækningar 4
Svæfing og gjörgæsla 4
Öldrunarlækningar 8
Aðrir 5
Samtals 221
     2.      Byggjast kjör sérfræðimenntaðra lækna, sem starfa hjá Landspítala – háskólasjúkrahúsi og eru jafnframt með sjálfstæðan atvinnurekstur, á kjarasamningum lækna?
    Fram að þessu hafa um 60 læknar fengið hluta af launum sínum sem verktakar við ferliverk, en frá og með 1. mars 2003 byggjast laun allra sérfræðinga við Landspítala – háskólasjúkrahús alfarið á kjarasamningum lækna.

     3.      Hvert er starfshlutfall sérfræðinga á Landspítala – háskólasjúkrahúsi sem jafnframt eru með sjálfstæðan atvinnurekstur, sundurliðað eftir deildum og sérgreinum?


Fjöldi lækna með atvinnurekstur í hlutastarfi eftir sviðum og deildum.
Svið Deild Starfshlutfall Fjöldi
Barnasvið 40,00% 2
60,00% 1
70,00% 8
80,00% 4
100,00% 4
Geðsvið 8,59% 1
32,00% 1
40,00% 2
50,00% 1
60,00% 2
80,00% 13
100,00% 9
Meinafræðingar 50,00% 1
80,00% 7
Kvennasvið 10,00% 1
75,00% 3
80,00% 7
Lyflækningasvið 1 Gigtarsjúkdómar 32,00% 1
60,00% 3
100,00% 1
Lyflækningasvið 1 Hjartasjúkdómar 40,00% 1
Hjartasjúkdómar 60,00% 1
Hjartasjúkdómar 65,00% 1
Hjartasjúkdómar 80,00% 10
Hjartasjúkdómar 100,00% 1
Lyflækningasvið 1 Húð- og kynsjúkdómar 25,00% 1
Húð- og kynsjúkdómar 50,00% 1
Húð- og kynsjúkdómar 75,00% 1
Lyflækningasvið 1 Innkirtlasjúkdómar 80,00% 2
Innkirtlasjúkdómar 100,00% 1
Lyflækningasvið 1 Lungnasjúkdómar 20,00% 1
Lungnasjúkdómar 50,00% 2
Lungnasjúkdómar 60,00% 1
Lungnasjúkdómar 80,00% 8
Lyflækningasvið 1 Meltingasjúkdómar 5,00% 1
Meltingasjúkdómar 50,00% 1
Meltingasjúkdómar 60,00% 1
Meltingasjúkdómar 65,00% 2
Meltingasjúkdómar 80,00% 3
Lyflækningasvið 1 Nýrnasjúkdómar 50,00% 1
Nýrnasjúkdómar 75,00% 1
Nýrnasjúkdómar 80,00% 1
Lyflækningasvið 1 Taugasjúkdómar 50,00% 1
Taugasjúkdómar 60,00% 2
Taugasjúkdómar 80,00% 2
Lyflækningasvið 2 Blóðlækningar 25,00% 1
Blóðlækningar 30,00% 1
Blóðlækningar 50,00% 1
Blóðlækningar 80,00% 1
Blóðlækningar 100,00% 1
Lyflækningasvið 2 Lækningar krabbameina 40,00% 1
Lækningar krabbameina 80,00% 5
Lækningar krabbameina 100,00% 1
Rannsóknarstofnun LSH 20,00% 4
35,00% 1
40,00% 1
50,00% 1
60,00% 1
80,00% 2
Skurðlækningasvið Almennir skurðlæknar 80,00% 8
Skurðlækningasvið Augnlæknar 35,00% 1
Augnlæknar 40,00% 3
Augnlæknar 80,00% 6
Skurðlækningasvið Bæklunarskurðlæknar 50,00% 1
Bæklunarskurðlæknar 60,00% 2
Bæklunarskurðlæknar 70,00% 1
Bæklunarskurðlæknar 80,00% 5
Skurðlækningasvið Háls-, nef- og eyrnalæknar 17,60% 3
Háls-, nef- og eyrnalæknar 20,00% 1
Háls-, nef- og eyrnalæknar 50,00% 5
Háls-, nef- og eyrnalæknar 60,00% 2
Háls-, nef- og eyrnalæknar 80,00% 1
Skurðlækningasvið Heila- og taugaskurðlæknar 80,00% 2
Heila- og taugaskurðlæknar 100,00% 2
Skurðlækningasvið Lýtalæknar 50,00% 4
Lýtalæknar 75,00% 1
Skurðlækningasvið Þvagfæraskurðlæknar 20,00% 2
Þvagfæraskurðlæknar 60,00% 1
Þvagfæraskurðlæknar 80,00% 3
Þvagfæraskurðlæknar 100,00% 1
Skurðlækningasvið Æðaskurðlæknar 80,00% 2
Æðaskurðlæknar 100,00% 1
Slysa- og bráðasvið Slysa- og bráðalækningar 20,00% 1
Slysa- og bráðalækningar 40,00% 1
Slysa- og bráðalækningar 75,00% 1
Slysa- og bráðalækningar 80,00% 1
Svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusvið
Svæfing og gjörgæsla

40,00%

2
Svæfing og gjörgæsla 70,00% 1
Svæfing og gjörgæsla 80,00% 1
Aðrir Læknar á rannsóknastyrkjum 20,00% 1
25,00% 2
40,00% 1
50,00% 1
Öldrunarlækningar Öldrunarlækningadeild 25,00% 1
Öldrunarlækningar Öldrunarlækningadeild 30,00% 1
Öldrunarlækningar Öldrunarlækningadeild 50,00% 2
Öldrunarlækningar Öldrunarlækningadeild 60,00% 1
Öldrunarlækningar Öldrunarlækningadeild 65,00% 1
Öldrunarlækningar Öldrunarlækningadeild 80,00% 1
Öldrunarlækningar Öldrunarlækningadeild 100,00% 1

     4.      Eru kjör sérfræðimenntaðra lækna sem starfa eingöngu hjá Landspítala – háskólasjúkrahúsi þau sömu og sérfræðinga sem jafnframt eru með sjálfstæðan atvinnurekstur?
    Kjör sérfræðimenntaðra lækna við Landspítala – háskólasjúkrahús fara alfarið eftir kjarasamningum Læknafélags Íslands og fjármálaráðuneytisins. Almennt gildir sú regla að sérfræðingar sem reka eigin stofu eru ekki í meira en 80% starfi á spítalanum. Undantekning er að nokkrir yfirlæknar eru í 100% starfi meðan á aðlögun stendur, en þeir hætta eigin stofurekstri innan ákveðins umsamins tíma, vilji þeir starfa áfram sem yfirlæknar. Þeir sérfræðingar, sem eru í 100% starfi á spítalanum og ekki eru með eigin rekstur, eiga kost á 10% viðbótarálagi fyrir að helga sig starfinu á spítalanum.
    Enn fremur er í kjarasamningi heimilt að veita launabætur fyrir sérstök ábyrgðarstörf eða umsjón með ákveðnum verkþáttum og eru þeir læknar sem helga sig starfi á spítalanum, látnir ganga fyrir með slíkar ábyrgðarstöður. Hvað varðar heildarkjör þá eru þeir læknar sem reka eigin stofu að jafnaði talsvert betur launaðir en þeir sem helga sig störfum á spítalanum.

     5.      Eru aðrir sérfræðingar í hlutastarfi hjá Landspítala – háskólasjúkrahúsi sem jafnframt eru með sjálfstæðan atvinnurekstur, svo sem sálfræðingar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar, sjúkraþjálfar og næringarráðgjafar? Ef svo er:
                  a.      er það þá samkvæmt kjarasamningum,
                  b.      hversu margir eru sérfræðingarnir,
                  c.      hvernig skiptast þeir eftir starfsgreinum og deildum?

    Almennt gildir sú regla að þeir sem vinna fulla vinnu við spítalann starfi ekki annars staðar líka. Þó hefur tíðkast að nokkrir sjúkraþjálfarar á endurhæfingasviði leigi aðstöðu inni á spítalanum eftir dagvinnutíma og greiða fyrir það aðstöðugjald. Þeir eru tíu og samningar þeirra falla úr gildi 31. mars 2003.