Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 514. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1224  —  514. mál.




Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Sigríðar Jóhannesdóttur um styrki til vísindarannsókna.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu miklu fé varði hið opinbera árlega í styrki til vísindarannsókna árin 1996–2002?
     2.      Hversu hátt hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu eru styrkirnir?
     3.      Hvernig skiptast styrkirnir milli verkefnasviða?
     4.      Hvernig standa Íslendingar í þessum efnum í samanburði við nágrannaþjóðir?

    Ráðuneytið lítur svo á að fyrispyrjandi eigi við upplýsingar um heildarframlög hins opinbera til rannsókna og þróunarstarfsemi árin 1996–2002. Sem svar er hér birt yfirlit yfir heildarframlög hins opinbera 1996–2002 samkvæmt ríkisreikningi og fjárlögum fyrir árið 2002 og er taflan svar við 1. og 3. lið fyrirspurnarinnar.

Framlög hins opinbera til rannsókna og þróunar í ríkisreikningum, fjárlögum


og frumvarpi frá 1996–2002 í millj. kr. á verðlagi hvers árs.



Reikningsár Reikningsár Reikningsár Reikningsár Reikningsár Reikningsár Fjárlög
Markmið 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002
Umhverfi og mengunarvarnir 15,2 12,4 18,6 16,8 20,0 27,4 26,0
Orkuframleiðsla og -dreifing 88,5 101,6 108,2 94,6 123,7 116,2 133,8
Samgöngumál og fjarskipti 56,7 55,0 52,6 105,9 78,6 135,0 210,5
Raunvísindi 138,3 142,5 166,7 170,6 187,0 189,9 190,8
Landbúnaður 247,4 209,4 280,2 272,6 283,3 319,5 308,3
Iðnaður almennt 139,3 174,3 168,8 395,0 401,5 429,8 588,7
Heilbrigðismál 236,6 249,8 304,6 704,3 747,3 845,9 814,1
Menningar-, skipulagsmál o.fl. 452,2 509,7 617,1 764,5 746,0 885,8 989,1
Almenn þróun vísinda 469,4 490,4 971,1 743,8 718,7 850,3 1.146,3
Fiskveiðar 633,5 679,8 801,9 923,9 872,3 1.018,3 1.241,2
Skóla- og kennslumál 954,9 1.062,4 1.584,0 1.773,7 1.847,8 2.058,0 1.934,0
Samtals 3.432,0 3.687,3 5.073,9 5.965,6 6.026,2 6.876,1 7.582,7

    Samkvæmt þessu voru framlög hins opinbera rúmlega 7,5 milljarðar króna á árinu 2002. Heildarframlög Íslendinga til rannsókna og þróunar árið 2001 námu um 3% af vergri landsframleiðslu (VLF). Í þeirri tölu eru framlög hins opinbera, framlög atvinnulífs og erlent styrkfé. Samkvæmt könnunum OECD, sem gerðar eru annað hvert ár, eru aðeins tvö OECD- lönd með hærri framlög. Það eru Svíþjóð og Finnland.
    Í 2. og 4. lið fyrirspurnarinnar er spurt um hlutfall framlaga hins opinbera af VLF og beðið um samanburð við nágrannaþjóðirnar árin 1996–2002. Í meðfylgjandi mynd eru upplýsingar um hlut hins opinbera í heildarfjármögnun rannsókna og þróunar árin 1995–2000 sem hlutfall af VLF. Árið 2001 var hlutur hins opinbera sem varið er til rannsókna og þróunar 1,06% af VLF. Ekki eru til sambærilegar upplýsingar fyrir árið 2002 enn sem komið er. Á myndinni kemur fram að hlutur hins opinbera er hæstur hér á landi í samanburði við önnur norræn ríki.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.