Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 496. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1383  —  496. mál.




Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Svanfríðar Jónasdóttur um skiptingu rannsókna- og þróunarfjár á milli fræðasviða og starfsgreina.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvernig skiptist það fé sem varið var til rannsókna og þróunar á Íslandi, samkvæmt áætlun hagtöludeildar Rannís fyrir árið 2001, annars vegar á milli fræðasviða og hins vegar starfsgreina? Hver var þróunin árin fimm þar á undan?

    Til rannsókna er varið opinberu fé, framlögum atvinnulífsins og auk þess hafa íslenskir vísindamenn aflað umtalsverðra styrkja erlendis frá. Hagtalna um rannsóknir og þróun er aflað á tveggja ára fresti. Er í því efni fylgt vinnulagi OECD, enda er það sjaldgæft að svo miklar breytingar verði milli ára að ástæða sé talin til þess að safna þessum tölum árlega. Því er ekki unnt að veita upplýsingar um árin 2000, 1998 og 1996 eins og farið er fram á. Þær tölur hafa ekki verið teknar saman.
    Þess í stað eru birtar tölur fyrir annað hvort ár frá 1993–2001 á verðlagi ársins 2001. Sú skipting sem hér er spurt um er síðasti þátturinn í gerð skýrslu skrifstofu Rannís fyrir 2001 sem birt verður á næstu vikum. Þar sem hér er um að ræða fyrstu tölur kynnu einhverjar breytingar að verða þegar endanlegar upplýsingar liggja fyrir.
    Í starfsgreinatengdum rannsóknum fara einnig fram grunnrannsóknir og er ætlað að um 30% grunnrannsókna í landinu fari fram utan háskólastofnana. Á sama hátt fer nokkuð af hagnýtum rannsóknum fram við háskólastofnanir.
    Flokkunin sem fylgt er í eftirfarandi töflu byggist á aðferðafræði OECD. Nákvæmari sundurliðun á skiptingu fjárins milli einstakra fræðigreina liggur ekki fyrir.

Flokkun fjármagns til rannsókna og þróunar eftir viðfangsefnum 1993–2001. Þús. kr.
    
Vísitala vöru og þjónustu án húsnæðis 211,4 191,1 184,5 176,8 171,4
Verðlag 2001 2001 1999 1997 1995 1993
Hagnýtar rannsóknir og þróun:
1 Fiskveiðar og landbúnaður 2.743.270 2.393.140 1.928.669 1.403.578 1.429.809
1,1 Landbúnaður 726.950 445.649 409.953 340.270 357.953
1,2 Fiskveiðar 1.683.032 1.726.218 1.195.183 801.210 758.234
1,3 Fiskeldi 333.288 221.273 323.533 262.098 313.622
2 Iðnaður 4.422.907 4.286.782 3.264.046 2.431.080 2.044.313
2,1 Fiskiðnaður 150.557 794.321 982.253 765.009 655.150
2,2 Almennur iðnaður 1.188.505 1.429.178 1.138.359 858.015 928.055
2,3 Byggingarstarfsemi 300.496 253.401 242.013 280.978 175.902
2,4 Tölvuv. og hugbúnaðarg. 2.783.349 1.809.882 901.421 527.078 285.206
3 Orkuframl. og dreifing 596.955 353.265 358.465 479.393 420.804
3,1 Vatnsorka 390.283 218.961 212.435 260.165 346.839
3,2 Jarðvarmi 198.708 128.721 135.129 204.111 69.758
3,3 Aðrir orkugjafar 7.964 5.583 10.901 15.116 4.207
4 Samgöngumál og fjarskipti 396.984 282.810 219.921 198.036 173.862
5 Skipulagsmál bæja o.fl. 21.954 63.628 54.841 30.774 19.698
6 Umhverfi og mengunarvarnir 342.376 277.597 209.440 157.232 164.041
7 Heilbrigðismál 8.726.125 3.992.505 1.618.608 808.264 564.949
8 Félags- og tryggingamál 574.862 422.810 350.880 244.620 20.262
9 Menningarmál, fjölmiðlar o.fl. 279.954 246.030 128.460 135.015 52.690
10 Skóla- og kennslumál 333.874 325.834 203.076 103.068 84.549
11 Atvinnusjúkd. og vinnuaðstaða 60.172 9.618 445 4.012 555
12 Efnahagsmál og opinber stjórnun 333.717 254.347 114.082 92.928 19.913
13 Náttúruauðlindir og nýting 299.984 299.987 323.425 163.097 161.964
13,1 Landgrunnsrannsóknir 12.449 15.155 8.191 4.472 10.378
13,2 Auðlindaleit 17.378 16.269 93.394 8.381 7.400
13,3 Veðurfarsrannsóknir 119.913 162.517 173.146 68.795 68.231
13,4 Aðrar rannsóknir 150.245 106.045 48.693 81.450 75.955
Samtals hagnýtar rannsóknir og þróun 19.133.133 13.208.352 8.774.357 6.251.096 5.274.579
Grunnrannsóknir,
almenn þróun vísinda
14,1 Tækni- og verkfræði 299.738 277.211 234.176 620.369 280.236
14,2 Raunvísindi 1.035.774 894.691 805.042 211.718 299.244
14,3 Læknavísindi 791.072 525.060 573.144 407.588 413.181
14,4 Fiskveiðar og landbúnaður 329.662 384.859 254.989 287.950 277.251
14,5 Félagsvísindi 335.183 263.500 216.145 124.508 163.105
14,6 Hugvísindi 673.541 499.843 344.530 353.083 148.491
14,7 Þverfaglegt 0 10.722 0 0 1.211
Samtals grunnrannsóknir 3.464.970 2.855.885 2.428.026 2.062.686 1.582.719
ALLS 22.598.103 16.064.236 11.202.383 8.313.782 6.857.298