Rannsókn kjörbréfa

Mánudaginn 26. maí 2003, kl. 19:49:09 (23)

2003-05-26 19:49:09# 129. lþ. 0.94 fundur 1#B rannsókn kjörbréfa#, SJS (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 0. fundur, 129. lþ.

[19:49]

Steingrímur J. Sigfússon (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vildi inna forseta eftir því hvort hæstv. dómsmrh. sé með leyfi frá störfum. Mér finnst að við séum að ræða mál af því tagi og af þeirri stærðargráðu að hann ætti að vera viðstaddur. Fjölmörg framkvæmdar\-atriði sem tengjast framkvæmd kosninganna og ýmis álitamál þeim skyld hafa verið til umræðu í dag og í kvöld. Mér finnst við hæfi að nýskipaður dómsmrh. heiðri þingið með viðveru sinni. Þessi mál kunna að draga dilk á eftir sér og eiga eftir að verða til umfjöllunar hér með einum eða öðrum hætti, eins og maðurinn kynni að segja, á næstu mánuðum. Ég vil óska eftir því að hæstv. forseti geri dómsmrh. viðvart um að það standi yfir fundur, ef það hefur farið fram hjá hæstv. dómsmrh., og kanni hvort hæstv. ráðherra geti ekki sinnt þingskyldum hér í kvöld.