Rannsókn kjörbréfa

Þriðjudaginn 27. maí 2003, kl. 13:34:40 (43)

2003-05-27 13:34:40# 129. lþ. 1.94 fundur 1#B rannsókn kjörbréfa#, EKG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 1. fundur, 129. lþ.

[13:34]

Einar K. Guðfinnsson:

Virðulegi forseti. Þessi tillaga kveður á um það að fresta því að kveða upp úr um kjörbréf þingmanna og lögmæti alþingiskosninganna en kalla eftir sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum allra kjördæma um meðferð kjörgagna og framkvæmd kosninganna. Nú er það svo að yfirkjörstjórnir allra kjördæmanna hafa sent frá sér skýrslur um framkvæmd kosninganna. Sama liggur fyrir frá landskjörstjórn. Kjörbréfanefnd sem Alþingi hefur kosið til þess að fara yfir kjörbréfin og álitamál sem fyrir hana hafa verið lögð hefur unnið sitt starf. Allar upplýsingar sem við þurfum til þess að taka ákvörðun um þetta mál liggja núna fyrir. Þess vegna er tilefnislaust að samþykkja þessa tillögu og ég segi því nei.