Rannsókn kjörbréfa

Þriðjudaginn 27. maí 2003, kl. 13:38:40 (45)

2003-05-27 13:38:40# 129. lþ. 1.94 fundur 1#B rannsókn kjörbréfa#, LB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 1. fundur, 129. lþ.

[13:38]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Leidd hafa verið mjög skýr rök að því að misbrestur hafi orðið á við framkvæmd þessara kosninga. Það liggur líka fyrir að lítill munur var á því hvort menn náðu inn sem þingmenn eða ekki. Því liggur fyrir mjög verulegur vafi á því hvort þeir þingmenn sem hér sitja séu allir löglega kosnir. Það er því mikilvægt að slíkum vafa verði eytt. Það er algert lykilatriði. Þess vegna leggjum við til að fram fari rannsókn á þeim ásökunum sem fram hafa komið sem eyði þeim vafa sem uppi er, því að ef þessi þjóð ætlar að vera í forustu í lýðræðismálum, þá verður hún að vera svo stór og svo sterk að hún geti tekið til í eigin ranni þegar svona misbrestur á framkvæmd kosninga kemur upp. Því segi ég já, virðulegi forseti.