Skattar á vistvæn ökutæki

Miðvikudaginn 28. janúar 2004, kl. 14:46:46 (3544)

2004-01-28 14:46:46# 130. lþ. 52.6 fundur 398. mál: #A skattar á vistvæn ökutæki# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., KolH
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur, 130. lþ.

[14:46]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Frú forseti. Ég get ekki á mér setið. Ég þakka hv. þm. Merði Árnasyni fyrir að vekja athygli á því að samflokksmaður minn, fyrrv. hv. þm. Ragnar Arnalds, hefur komið við sögu í málefnum skyldum þessu hér. Ég vil líka nota tækifærið og vekja athygli á því að annar samflokksmaður minn, fyrrv. hv. þm. Hjörleifur Guttormsson, vakti máls á þeim atriðum sem hér eru til umræðu, þ.e. niðurfellingu skatta á vistvæn ökutæki, fyrir einum sex eða átta árum. Vinstri hreyfingin -- grænt framboð hefur haft það á stefnuskrá sinni frá stofnun að gjöld af þessu tagi skuli felld niður, og að almennt skuli leitað hagrænna leiða í þessum efnum. Við höfum reynt að styðja við góð áform ríkisstjórnarinnar sem koma fram bæði í samgönguáætlun til ársins 2012 og einnig í stefnumörkun um sjálfbæra þróun. En við köllum eftir aðgerðum. Það nægir ekki að koma með þær aðgerðir sem lúta að dísilbílunum. Við viljum aðgerðir á sviði vistvænna ökutækja, t.d. reiðhjóla. Við höfum flutt þingmál í þeim efnum. Nú verður bara að bretta upp ermar og sjá til þess að verkin tali.