Undanþága frá virðisaukaskatti

Miðvikudaginn 28. janúar 2004, kl. 19:22:37 (3605)

2004-01-28 19:22:37# 130. lþ. 52.14 fundur 416. mál: #A undanþága frá virðisaukaskatti# fsp. (til munnl.) frá fjmrh., fjmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur, 130. lþ.

[19:22]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde):

Virðulegi forseti. Ég hygg að það sem fram kemur hér við þessa umræðu og fyrirspurnir hv. þingmanns sé það að hann er bara ekki sammála þeirri túlkun sem tíðkast hefur varðandi þessi atriði og vill þá ... (GAK: Að lagatúlkunin sé vafasöm.) Hann telur að lagatúlkunin sé vafasöm. Við erum greinilega ekki sammála um það en þar við situr, held ég, að óbreyttum lögum. Menn verða þá að hugsa upp önnur úrræði ef þeir vilja fá þessari framkvæmd breytt. Henni verður ekki breytt að óbreyttum lögum, hygg ég.