Sala fasteigna, fyrirtækja og skipa

Fimmtudaginn 29. janúar 2004, kl. 11:36:15 (3626)

2004-01-29 11:36:15# 130. lþ. 53.2 fundur 462. mál: #A sala fasteigna, fyrirtækja og skipa# frv., SKK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur, 130. lþ.

[11:36]

Sigurður Kári Kristjánsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hygg að ástæðurnar fyrir því að hér er lagt til að komið verði á slíkri eftirlitsnefnd og hún hafi tiltölulega ríkar heimildir til þess að hafa eftirlit með starfsemi fasteignasala séu einmitt þau atriði sem hér hafa verið nefnd og komið hafa upp í umræðunni upp á síðkastið. Hér er um mjög mikilvæga hagsmuni að ræða. Fasteignasalar véla með aleigu fólks og það er mjög mikilvægt að starfsemi þeirra fari að lögum og eftirlit sé haft með því að menn fari að reglum. Ég get ekki séð að opinbert eftirlit, af því að vikið var að því, sé endilega heppilegra en eftirlit manna sem starfa í einkageiranum. Þetta atriði og þær heimildir sem eftirlitsnefndin kemur til með að hafa verði frv. að lögum verður allt tekið til málefnalegrar umfjöllunar í hv. allshn.