Fiskvinnsluskólar

Mánudaginn 02. febrúar 2004, kl. 15:23:23 (3687)

2004-02-02 15:23:23# 130. lþ. 54.1 fundur 275#B fiskvinnsluskólar# (óundirbúin fsp.), SigurjÞ
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 130. lþ.

[15:23]

Sigurjón Þórðarson:

Herra forseti. Ég þakka fyrir svörin því að ég tel gríðarlega mikilvægt að endurnýjun eigi sér stað í þessum störfum. Við getum ekki horft upp á að ekki verði nein endurnýjun gæðastjóra og framleiðslustjóra í þessum fyrirtækjum, þaðan sem helmingur útflutningstekna Íslendinga kemur. Menn verða að fara að horfa fram á rétta forgangsröðun í menntun landsmanna. Það gengur ekki að sjá atvinnugreinina drabbast niður í menntunarlegu tilliti. Það er kominn tími til að skoða þennan málaflokk og ég vonast til að hæstv. menntmrh. hraði þessari vinnu vegna þess að hér er um mjög mikilvægt mál að ræða.