Málefni Þjóðminjasafns

Mánudaginn 02. febrúar 2004, kl. 15:27:32 (3690)

2004-02-02 15:27:32# 130. lþ. 54.1 fundur 276#B málefni Þjóðminjasafns# (óundirbúin fsp.), MÁ
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 130. lþ.

[15:27]

Mörður Árnason:

Forseti. Það hefur náttúrlega legið fyrir í fimm ár og sex mánuði að það þyrfti að smíða skápa utan um forngripina í Þjóðminjasafninu.

Ég fagna því auðvitað sem nýrri yfirlýsingu í málinu að þetta verði opnað í sumar, þ.e. á tímabilinu frá sumardeginum fyrsta til fyrsta vetrardags. Ég tel að vísu að hæstv. menntmrh. þurfi að hugsa sinn gang með það aðeins betur, því að ferðaþjónustan þarf auðvitað að fá að vita hvenær þetta verður opnað og starfsmennirnir þurfa að vita það. Ég lýsi furðu minni á því að ekki skuli liggja fyrir betri dagsetning en þetta en fagna þó þeirri takmörkun og afmörkun sem hér er komin fram.