Málefni Þjóðminjasafns

Mánudaginn 02. febrúar 2004, kl. 15:28:23 (3691)

2004-02-02 15:28:23# 130. lþ. 54.1 fundur 276#B málefni Þjóðminjasafns# (óundirbúin fsp.), menntmrh.
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 130. lþ.

[15:28]

Menntamálaráðherra (Þorgerður K. Gunnarsdóttir):

Herra forseti. Það er gott að við getum fagnað því saman, ég og hv. þm. Mörður Árnason, að við sjáum fram á að geta opnað Þjóðminjasafnið.

Þegar Þjóðminjasafnið var byggt á sínum tíma á sjötta áratugnum, í kringum 1955 eða 1958, þegar það var steypt upp og smíðað átti aldeilis að smíða húsið til lengri tíma. En þegar verið er að gera þetta merka hús upp kemur m.a. fram að efri hæð hússins hefur verið smíðuð í frosti. Þetta átti að standa í miklu lengri tíma. Fyrsta hæðin er ekki járnbundin. Verkið var því eðli málsins samkvæmt miklu viðameira og stærra en við gerðum ráð fyrir og það vita þeir sem eru unnendur gamalla húsa að slík verk verða oft mun stærri en gert er ráð fyrir í byrjun.