Áherslur í byggðamálum

Mánudaginn 02. febrúar 2004, kl. 15:44:52 (3702)

2004-02-02 15:44:52# 130. lþ. 54.1 fundur 278#B áherslur í byggðamálum# (óundirbúin fsp.), viðskrh.
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 130. lþ.

[15:44]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Hv. þm. er í raun að biðja um að ekki verði fyrst og fremst unnið faglega þegar hann talar um að það hefði átt að nota þetta tækifæri til að taka þátt í fyrirtækjum, væntanlega í hans kjördæmi. Ég get ekki ætlast til þess af Byggðastofnun að hún kaupi hlut í fyrirtækjum nema hún hafi trú á að þau fyrirtæki eigi framtíð fyrir sér og hafi rekstrargrundvöll. Í þessu tilfelli var gengið út frá þeim forsendum.

Í tengslum við Norðvesturkjördæmi má nefna að um 100 millj. kr. fara í verkefni þar vegna sölu Steinullarverksmiðjunnar. Eftir að ég tók við embætti iðn.- og viðskrn. var Byggðastofnun flutt út á land, hún var flutt á Sauðárkrók, sem er í hans kjördæmi. Þannig mætti lengi telja. Það er því misskilningur ef hv. þm. heldur að það sé ekki horft á landið allt þegar um byggðamál er að ræða.