Breytingar á eignarhaldi í sjávarútvegi

Mánudaginn 02. febrúar 2004, kl. 16:24:27 (3717)

2004-02-02 16:24:27# 130. lþ. 54.93 fundur 282#B breytingar á eignarhaldi í sjávarútvegi# (um fundarstjórn), KHG
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 130. lþ.

[16:24]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Ég var ekki hissa á því að formaður Samf. endaði ræðu sína á því að vitna til forustumanna utan þings, svo nærtækt dæmi höfum við í huga um áhrif þeirra á afstöðu þingmanna Samf.

Ég vil aðeins gera grein fyrir því, úr því að það kom til umræðu að ég tók ekki til máls í þessari utandagskrárumræðu ef hæstv. forseti gerir ekki athugasemdir við það.

Það stóð til að ég talaði. Ég hafði fallist á það að tala fyrir hönd flokksins í þessari umræðu en mér var sagt að umræðan byrjaði klukkan fjögur. Og þegar ég kom hér klukkan fjögur, því ég hafði öðrum störfum að sinna, var ræðu framsögumanns og ræðu ráðherra lokið og mér fannst eiginlega ómögulegt að fara inn í umræðuna án þess að vita hvað þeir hefðu haft fram að færa í málinu.

Hitt er annað að ég hef miklar skoðanir í þessu máli og ég hygg að menn geti ekki borið mér það á brýn að hafa verið feiminn við að koma þeim á framfæri.