Erfðafjárskattur

Mánudaginn 02. febrúar 2004, kl. 17:37:56 (3735)

2004-02-02 17:37:56# 130. lþ. 54.6 fundur 435. mál: #A erfðafjárskattur# (heildarlög) frv., ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 130. lþ.

[17:37]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Það eru ákaflega mikilvægar yfirlýsingar sem hér hafa gengið af munni hæstv. fjmrh. Hæstv. ráðherra hefur lýst því yfir að hann stefni að því að loknum kjarasamningum, þegar niðurstaða þeirra liggur fyrir, að leggja hér fram frumvörp sem eiga að hafa í för með sér þær stórfelldu skattalækkanir sem hæstv. ríkisstjórn hefur lofað og sérstaklega Sjálfstfl.

Það er auðvitað mikilvægt að þetta liggi fyrir í aðdraganda kjarasamninga en ekki að þeim loknum. Það hlýtur að skipta miklu máli, og ég spyr hæstv. ráðherra: Hversu miklum fjárhæðum munu þessar skattalækkanir nema ef vilji hans nær fram að ganga á þessu þingi?