Boðun til ríkisráðsfundar

Þriðjudaginn 03. febrúar 2004, kl. 13:37:35 (3752)

2004-02-03 13:37:35# 130. lþ. 55.91 fundur 285#B boðun til ríkisráðsfundar# (aths. um störf þingsins), MÁ
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 130. lþ.

[13:37]

Mörður Árnason:

Forseti. Tvær af þeim mörgu spurningum sem enn er ósvarað í þessu máli, og hæstv. forsrh. eða forseti sjálfur getur svarað, eru þessar:

1. Hvenær var boðað til nefnds ríkisráðsfundar?

2. Hvaða brýna ástæða lá til þess að til hans var boðað?

Má svo bæta við þriðju spurningunni af því að forseti sæll hefur sagt í fjölmiðlum að sjálfsagt hafi verið að hafa ríkisráðsfund á þessum degi: Er það ríkisráðið sem á afmæli eða er það einhver annar sem á afmæli? Ríkisráðið varð til við stjórnarskrána 1944 að því er mér var kennt. Ég vil beina þeirri spurningu til forseta þingsins hvort það sé rangt.