Efling iðnnáms, verknáms og listnáms í framhaldsskólum

Þriðjudaginn 03. febrúar 2004, kl. 16:56:42 (3795)

2004-02-03 16:56:42# 130. lþ. 55.4 fundur 12. mál: #A efling iðnnáms, verknáms og listnáms í framhaldsskólum# þál., SKK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 130. lþ.

[16:56]

Sigurður Kári Kristjánsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir þetta svar. En mig langar þá til að umorða spurningu mína. Það er ljóst að starfshópnum er ætlað mjög umfangsmikið verkefni við endurskoðun á þeim þáttum sem tillagan nær til. Það er ljóst að ef tillagan verður samþykkt þarf þessi starfshópur sem skipaður verður fjölda fólks að fara út í mikla vinnu.

Því spyr ég: Hefur hv. flm. og þingflokkur Samf. lagt það niður fyrir sér eða kannað hver kostnaðurinn við vinnu nefndarinnar muni vera, hversu mikill þessi kostnaður muni vera?

Í öðru lagi: Hverjum er ætlað að greiða þann kostnað sem til fellur vegna starfa nefndarinnar?