Efling iðnnáms, verknáms og listnáms í framhaldsskólum

Þriðjudaginn 03. febrúar 2004, kl. 16:57:45 (3796)

2004-02-03 16:57:45# 130. lþ. 55.4 fundur 12. mál: #A efling iðnnáms, verknáms og listnáms í framhaldsskólum# þál., Flm. BjörgvS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 130. lþ.

[16:57]

Flm. (Björgvin G. Sigurðsson) (andsvar):

Virðulegi forseta. Það kæmi sjálfsagt inn á borðið hjá ráðuneytinu að standa að einhverju leyti skil á þeim kostnaði sem af nefndarstarfinu yrði. En við teljum að hann yrði óverulegur þar sem hér er að ræða um hin ýmsu hagsmunasamtök sem að þessu máli koma, Alþýðusambandið, Samiðn, Iðnnemasambandið o.s.frv. Við munum fara þess á leit við þá sem af fórnfýsi og hugsjón leggjast í þessa miklu og þörfu vinnu með okkur, að efla starfsnám og styttri námsbrautir í framhaldsskólum landsins, að þeir muni gera það með þeim hætti að af hljótist ákaflega lítill kostnaður. Við teljum að sá kostnaður sem af nefndarstarfinu hljótist verði óverulegur þannig að hann þurfi ekki að standa því merka brautryðjenda- og uppbyggingarstarfi sem varðar starfsmenntun og iðnmenntun á Íslandi fyrir þrifum með neinum hætti.