Afgreiðsla stjórnarfrumvarps um fjármálafyrirtæki

Miðvikudaginn 04. febrúar 2004, kl. 13:40:56 (3824)

2004-02-04 13:40:56# 130. lþ. 56.91 fundur 286#B afgreiðsla stjórnarfrumvarps um fjármálafyrirtæki# (aths. um störf þingsins), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur, 130. lþ.

[13:40]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Fyrir hönd þingflokks Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs vil ég lýsa því yfir að við viljum gjarnan hraða afgreiðslu þessa máls. Þingflokkurinn óskaði eftir því hinn 27. desember að efh.- og viðskn. yrði kölluð saman til þess að fjalla um þetta mál. Síðan þekkir þingið hvernig nefndin reyndist óstarfhæf. Það var reynt að ná nefndinni saman að nýju 22. janúar en að lokum tókst að boða hlutaðeigandi málsaðila til fundar í þessari viku. Ég tek undir þau sjónarmið sem hér hafa komið fram, málið hefur fengið mikla umræðu og það er mikill þrýstingur frá sparisjóðunum í landinu um að óvissu um framtíð þeirra verði eytt. Ég vil af þeim sökum ítreka það sem ég sagði í upphafi máls míns, við styðjum hraða meðferð þessa máls.