Afgreiðsla stjórnarfrumvarps um fjármálafyrirtæki

Miðvikudaginn 04. febrúar 2004, kl. 13:42:08 (3825)

2004-02-04 13:42:08# 130. lþ. 56.91 fundur 286#B afgreiðsla stjórnarfrumvarps um fjármálafyrirtæki# (aths. um störf þingsins), GAK
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur, 130. lþ.

[13:42]

Guðjón A. Kristjánsson:

Virðulegi forseti. Á dagskrá þessa þings síðar í dag er mál um sparisjóðina. Frjálsl. hefur þegar lagt fram frv. um það frestunarákvæði sem við höfum einnig rætt í dag. Við munum á engan hátt leggja stein í götu þess að það mál sem hér verður tekið á dagskrá af hendi ríkisstjórnarinnar fái hraða meðferð en vonumst vissulega til þess að bæði málin verði tekin til gaumgæfilegrar athugunar í hv. nefnd. Ég tel að þessi mál þoli ekki þá bið að dragast fram yfir 10. febrúar eins og mér fannst hv. þm. Pétur Blöndal jafnvel gefa í skyn að væri hægt að gera í efh.- og viðskn. Ég tel að það sé vilji þingsins að taka á þessum málum og að það eigi að hafa forgang.