Fjármálafyrirtæki

Miðvikudaginn 04. febrúar 2004, kl. 14:15:44 (3838)

2004-02-04 14:15:44# 130. lþ. 56.7 fundur 550. mál: #A fjármálafyrirtæki# (stofnfjárhlutur í sparisjóði, stjórn sjálfseignarstofnunar o.fl.) frv. 4/2004, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur, 130. lþ.

[14:15]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Frú forseti. Ég veit ekki enn þá hvort mér beri að hraða störfum þannig að þetta verði að lögum fyrir 10. febrúar þegar fundur stofnfjáreigenda í SPRON tekur ákvörðun sína. Ég vil fá að vita það, (Gripið fram í: Það liggur í hlutarins eðli.) því annars mun ég að sjálfsögðu leita umsagna, eins og venjan er í nefndum þingsins um mál sem þar koma inn, og fá til mín lögfræðinga til að leggja mat á þetta. En ef þetta þarf að klárast fyrir 10. febrúar vegna samkomulagsins, þá er það þannig.

Ég vil benda hæstv. ráðherra á að ef hlutaféð er selt út úr sjálfseignarstofnuninni gilda bara venjuleg lög um hlutafélagasparisjóði og þar fer enginn með meira en 5%, þannig að kaupandinn fer bara með 5%. (Gripið fram í: Pétur!)