Fjármálafyrirtæki

Miðvikudaginn 04. febrúar 2004, kl. 14:16:46 (3839)

2004-02-04 14:16:46# 130. lþ. 56.7 fundur 550. mál: #A fjármálafyrirtæki# (stofnfjárhlutur í sparisjóði, stjórn sjálfseignarstofnunar o.fl.) frv. 4/2004, viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur, 130. lþ.

[14:16]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég náði ekki að svara einu atriði áðan af því sem hv. þm. spurði um, hvort frv. ætti að stöðva þau viðskipti sem fyrirhuguð eru á milli KB-banka og SPRON. Ég svara því þannig að það er ekki sett í lög að þessi viðskipti geti ekki átt sér stað.

Hins vegar sér hv. þm. jafn vel og ég út á hvað frv. gengur. Það útilokar ekki viðskipti en það getur vel verið að þau verði ekki eins áhugaverð af hálfu þessara aðila eftir að frv. verður að lögum. Það væri ekki hægt að setja ákvæði í lög sem útilokuðu að þessi viðskipti ættu sér stað með hreinni lagasetningu um að það mætti ekki.