Fjármálafyrirtæki

Miðvikudaginn 04. febrúar 2004, kl. 14:17:50 (3840)

2004-02-04 14:17:50# 130. lþ. 56.7 fundur 550. mál: #A fjármálafyrirtæki# (stofnfjárhlutur í sparisjóði, stjórn sjálfseignarstofnunar o.fl.) frv. 4/2004, LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur, 130. lþ.

[14:17]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég sé að hæstv. viðskrh. hefur yfirgefið salinn, mér þætti vænt um að hún væri hér.

Þetta mál á sér náttúrlega sögu sem ég mun kannski rekja aðeins í ræðu minni á eftir. En mig langar að spyrja hæstv. viðskrh. einnar lítillar spurningar. Hún hefur í fjölmiðlum lýst því yfir að hugmyndir mínar og hv. þm. Einars Odds Kristjánssonar, sem við höfum lagt fram, séu í andstöðu við EES-samninginn og eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. En hæstv. ráðherra hefur á engan hátt útskýrt hvað hún á við.

Mig langaði því að fá skýringar frá hæstv. ráðherra og, ef hægt væri, að ræða þær á málefnalegum grunni en ekki í dylgjuformi sem hæstv. ráðherra hefur haft um þetta í fjölmiðlum.