Fjármálafyrirtæki

Miðvikudaginn 04. febrúar 2004, kl. 14:18:50 (3841)

2004-02-04 14:18:50# 130. lþ. 56.7 fundur 550. mál: #A fjármálafyrirtæki# (stofnfjárhlutur í sparisjóði, stjórn sjálfseignarstofnunar o.fl.) frv. 4/2004, viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur, 130. lþ.

[14:18]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Nú er ég ekki með frumvarpsdrögin fyrir framan mig en það var ákvæði í þeim drögum þess efnis að það voru settar skorður við viðskiptum með hlutafé í viðkomandi sparisjóðahlutafélagi í einhver ár, þrjú ár minnir mig, í einni grein frv. Það mundi vera túlkað sem skerðing á frjálsu flæði fjármagns í sambandi við EES-samninginn.

Síðan voru ákvæði í 74. gr. sem varða hugsanlega --- ég hef nú aldrei fullyrt neitt um þetta --- ég hef sagt að það væru ákveðnar líkur til þess ... (Gripið fram í.) Já, ég hef gefið það í skyn. Í 74. gr. frv. var ákvæði sem varðaði eignarréttar\-ákvæði að mínu mati miðað við þá lögfræðiniðurstöðu sem fékkst fyrir nokkrum árum í tengslum við sparisjóðalöggjöfina. En þetta get ég skoðað allt saman betur á eftir þegar ég kem inn í umræðuna eftir að hv. þm. hefur talað. (Gripið fram í.)