Fjármálafyrirtæki

Fimmtudaginn 05. febrúar 2004, kl. 21:41:46 (3911)

2004-02-05 21:41:46# 130. lþ. 58.1 fundur 550. mál: #A fjármálafyrirtæki# (stofnfjárhlutur í sparisjóði, stjórn sjálfseignarstofnunar o.fl.) frv. 4/2004, Frsm. minni hluta PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur, 130. lþ.

[21:41]

Frsm. minni hluta efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Ég las þetta viðtal og þar stendur að stjórn SPRON standi frammi fyrir miklum ákvörðunum að samþykktum þessum lögum. Stjórn SPRON þarf sem sagt að breyta einhverju í því sem hún er að gera. Það liggur fyrir. Ef þetta er ekki spurningin um það að ráðast á þennan samning milli SPRON og Kaupþings -- banka, þá mun hæstv. ráðherra væntanlega samþykkja tillögu mína, eða hvað?

Ég óska eftir því að hæstv. ráðherra lýsi því yfir, ég er búin að spyrja hana mörgum sinnum að því, hvort þetta frv. hafi eitthvað með samninga SPRON og KB-banka að gera, eins og margir þingmenn hafa lýst beint hérna yfir. Og ef ekki, þá liggur ekkert á og þá legg ég til að herra forseti slíti fundi. Þá liggur ekkert á að samþykkja þetta frv. Þá leyfum við bara þeim samningum að fara í gegn ef þetta frv. hefur ekkert með þá að gera. Þá legg ég líka til að hæstv. viðskrh. skori á þingheim að samþykkja tillögu mína sem gengur út á það að SPRON-samningurinn gangi eftir en að aðrir sparisjóðir geti ekki gert það sama, þ.e. að koma í veg fyrir hrun sparisjóðakerfisins, sem sparisjóðirnir bentu á að gæti verið hættulegt, en leyfðu breytinguna á SPRON sem breytir engu því að SPRON ætlar að hætta í samstarfinu hvort sem er. Þannig að lögin breyta engu í því. Ég legg því til að hæstv. ráðherra samþykki þessa tillögu.